Margrétarskálar afhentar á Margrétarhofi

IMG 4821 3Ræktunarbúið Margrétarhof hefur nú skipað sér stóran sess í íslenskri hrossarækt, en það eru Mosfellingarnir Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Reynir Örn Pálmason sem eru þar bústjórar. Margrétarhof hefur rætur sínar að rekja til Svíþjóðar en þar búa eigendur búsins á búgarðinum Margaretehof sem staðsettur er rétt sunnan af Kristianstad.

En að sjálfsögðu voru pantaðar Margrétarskálar á Margrétarhof þegar að vefverslunin Dót.is opnaði. Margétarskálin var hönnuð árið 1954 af Jacob Jensen, var þá skálin nefnd í höfuðið á Margréti Þórhildi danadrottningu en hún var krónprinsessa á þeim tíma. Þessar skálar koma í mörgum fallegum litum og níu mismunandi stærðum. Úrvalið er hægt að sjá inn á Dót.is.

Dót.is fór nú á dögunum með skálarnar til þeirra hjóna og viljum við óska þeim til hjamingju með nýju skálarnar og þennan flotta búgarð. Gaman er að segja frá því að nýverið hlaut Aðalheiður Anna tilnefningu sem Íþróttaknapi ársins, Kynbótaknapi ársins og Knapi ársins. Ekki nóg með að hún hlaut allar þessar tilnefningar eftir frábært og farsælt ár á keppnisbrautinni og kynbótavellinum þá eignaðist hún barn í byrjun árs.

mhof22

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fjöldi valkosta á sendingum

Sækja, Dropp eða Pósturinn

Auðvelt að skila

14 daga skilaréttur

2ja ára ábyrgð

2ja ára ábyrgð samkvæmt skilmálum

100% örugg greiðslusíða

Öll helstu kreditkort