Aqara snúningsrofi með snertiskjá er stórsnjall rofi sem titrar þegar eitthvað er valið. 2 relay rofar og 6 þráðlausir rofar paraðir við 1,32 tommu kringlóttan snertiskjá, sem hægt er að aðlaga samhæfð Aqara tæki með því að strjúka, smella og snúa. Rofinn verður enn nákvæmari og skemmtilegri í notkun með titringnum sem fylgir því að eitthvað er valið. Einnig eru innbygðir skynjarar þar sem hægt er að fylgjast með hita- og rakastigi sem og nálægðarskynjari sem gerir notanda kleift að spara raforku með því að dimma lýsingu þegar enginn er nærri. Rofinn tengist við snjall stýrikerfi í gegnum Aqara brú sem hægt er að kaupa með.
Aqara Touchscreen Dial V1
22.990 kr.
Aqara Hub M3 brúin setur vörumerkið í fremstu röð varðandi möguleika í snjallstýrikerfum nútímans. Brúin styður bæði Aqara Zigbee tæki sem og þúsundi Matter tækja frá þriðja aðila. Brúin forgangsraðar umferð og sjálfvirkni með eða án internet tengingar. Að auki er brúin öflugur innfrarauð stýring og virkar því sem fjarstýring á tæki sem nota slíka tækni.